*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 18. mars 2016 15:59

FME og BankNordik ljúka máli með sátt

FME og BankNordik ná samkomulagi um mál vegna brots á reglum um tilkynningarskyldu innherja og birtingu upplýsinga um viðskipta stjórnenda.

Ritstjórn

Fjármálaeftirlitið (FME) og BankNordik hafa náð samkomulagi um að ljúka máli með sátt vegna brots gegn ákvæðum um tilkynningarskyldu fruminnherja og birtingu upplýsinga um viðskipti stjórnenda, eða 126. og 127. gr. laga um verðbréfaviðskipti.

Málið varðar tvö aðskilin tilvik sem áttu sér bæði stað í ágúst 2014, annars vegar 15. ágúst og hins vegar 19. ágúst það ár. Viðskiptin voru ekki tilkynnt til Fjármálaeftirlitsins eða birt opinberlega fyrr en 28. ágúst.

Í samkomulaginu milli FME og BankNordik kemur fram að bankinn muni greiða sem nemur 1,8 milljón króna sekt auk þess sem gripið hefur verið til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur.