Fjármálaeftirlitið hefur veitt leyfi fyrir samruna Varðar líftrygginga hf. og Okkar líftrygginga hf. en bæði félögin eru í eigu Arion banka eftir kaup hans á Verði af Nordik bank á síðasta ári.

Yfirfærsla vátryggingastofns Varðar líftrygginga hf. til Okkar líftrygginga var samþykkt af hálfu Fjármálaeftirlitsins frá og með 1. janúar 2017 og halda réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum sjálfkrafa gildi sínu við flutninginn og samruna félaganna.

Samruninn miðast við sama tímamark og mun sameinað félag starfa undir nafni Varðar líftrygginga hf. Þetta kemur fram í frétt Fjármálaeftirlitsins.