Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að leiðrétta það sem þeir kalla misskilning í fréttum um tímafresti á afgreiðslu tilkynninga um virka eignarhluti í frétt á vef sínum .

Er verið að vísa í umfjöllun um afgreiðslu á eignarhlut virkum eignarhlut BLM fjárfestinga í Klakka, sem er 100% eignaraðili að Lýsingu.

„Fjármálaeftirlitið telur nauðsynlegt að leiðrétta misskilning á þeim reglum sem gilda um tímafresti á afgreiðslu tilkynninga um virka eignarhluti,“ segir í fréttinni.

„Eins og reyndar kemur fram aftarlega í grein Morgunblaðsins reiknast tímafrestir frá og með móttöku stofnunarinnar á fullbúinni tilkynningu um virka eignarhluti.

Við útreikninga á tímafrestum er þannig ekki miðað við aðrar dagsetningar, eins og dagsetningu kaupsamnings, heldur er miðað við þann dag er Fjármálaeftirlitið staðfestir móttöku fullbúinnar tilkynningar.“