Fjármálaeftirlitið og RÚV hefur komist að þeirri samkomulagi um að ljúka máli með sátt vegna brots RÚV á lögum um verðbréfaviðskipti.

RÚV viðurkennti að hafa brotið gegn 128. gr. laga um verðbréfaviðskiptum með að hafa ekki staðið skil á listum yfir fruminnherja og aðra fjárhagslega tengda fruminnherja með fullnægjandi hætti á réttum tíma. RÚV fellst því á að greiða 800 þúsund krónur í sekt vegna málsins.

Málsatvikum er lýst í atvikalýsingu sem svo að RÚV hafi skilað inn lista yfir fruminnherja og lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum hinn 4. maí 2015. Slíkan lista þarf að senda á sex mánaða fresti skv. 2. mgr. 128. gr. laga um verðbréfaviðskipti, en áminning um skil var send til RÚV þann 4. nóvember. Með áminningunni beindi Fjármálaeftirlitið þeim tilmælum til málsaðila að skila umræddum listum innan sjö daga. Að frestinum liðnum hafði hvorki lista yfir fruminnherja né lista yfir fjárhagslega tengda aðila verið skilað. Hinn 12. nóvember 2015 sendi Fjármálaeftirlitið ítrekun á netföng regluvarðar, staðgengils regluvarðar, sem og á sameiginlegt netfang sömu aðila.

FME sendi RÚV bréf þann 16. desember en þá hafði listanum ekki enn verið skilað. RÚV sendi Fjármálaeftirlitinu bréf hinn 22. desember 2015 þar sem fram kom að innherjalistum hefði ekki verið skilað vegna mannlegra mistaka hjá málsaðila.

Niðurstaða málsins var sú að RÚV greiðir 800 þúsund krónur í sekt vegna málsins.