Fjármálaeftirlitið (FME) hefur nú til athugunar hvort að Borgun hafi brotið lög í september í fyrra þegar allir starfsmenn greiðslukortafélagsins fengu 900 þúsund króna launauppbót hver að því er kemur fram í frétt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins .

Haft er eftir forstjóra Borgunar, Hauki Oddssyni, að fyrirtækið sig hafa rétt á því að greiða starfsmönnunum launauppbótina, enda væri þetta eins og aðrar eingreiðslur líkt og til dæmis jólabónusar. Hann tekur einnig fram að FME telji greiðslurnar brjóta gegn reglum stofnunarinnar um kaupaukakerfi, en það sé óljóst hvaða ákvæði fyrirtæki þeirra eigi að hafa brotið.

Starfsmenn Borgunar fengu kaupaukann greiddan til þess að þeir fengu að njóta þess vaxtar og viðgangs sem hefur orðið í rekstri fyrirtækisins síðustu misseri að því er kemur fram í fréttinni. Meint brot varðar viðurlögum í formi sektargreiðslna en ekkert liggur fyrir um möguleg fjárhagsleg áhrif á rekstur fyrirtækisins.