Fjármálaeftirlitið (FME) vill að forsvarsmenn netmiðilsins Kjarninn fjarlægi skýrslu um Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) af vefnum. Fjallað var um málefni sparisjóðsins í tölublaði Kjarnans í gær. RÚV segir ástæðuna fyrir kröfu FME þá að í skýrslunni séu upplýsingar um fjármál og viðskipti margra nafngreindra viðskiptavina SpKef og starfsmenn sparisjóðsins.

Skýrslan var unnan af endurskoðendafyrirtækinu PricewaterhouseCoopers fyrir FME árið 2011.

RÚV segir ritstjóra Kjarnans ekki ætla að verða við ósk FME enda eigi skýrslan erindi við almenning.