*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 10. september 2018 12:34

FME vill umbætur hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður þarf að setja sér vandaðri reglur um áhættustýringu að mati Fjármálaeftirlitsins og bæta innri ferla.

Ritstjórn
Íbúðalánasjóður er til húsa í Höfðaborg við Borgartún.
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við áhættustýringu Íbúðalánasjóðs eftir lögboðna athugun sem hófst fyrr á árinu. Helstu athugasemdirnar voru að innri reglur og verkferlar þurfi að vera vandaðri og benti á úrbætur í skýrslugerð.

Var markmiðið með athuguninni að meta hvort áhættustýring sjóðsins væri í samræmi við lög og reglur og hvort hún væri nægilega sjálfstæð og öflug. Helstu niðurstöður voru þær að áhættustýring sjóðsins hafi á undanförnum árum færst jafnt og þétt til betri vegar þó enn megi sjá þess merki að sviðið hafi verið í uppbyggingu.

Innri reglur sjóðsins um áhættustýringu þurfa að mati Fjármálaeftirlitsins að vera vandaðri og skipulegri til að uppfylla lög um húsnæðismál. 

Þar kemur fram að hjá sjóðnum skuli vera til staðar fullnægjandi og skjalfestir innri ferlar til að meta nauðsynlega stærð, samsetningu og innri dreifingu eiginfjárgrunns með hliðsjón af þeirri áhættu sem starfsemin felur í sér hverju sinni.

Gerði Fjármálaeftirlitið athugasemd við framangreint. Þá var það mat Fjármálaeftirlitsins að skýrslugjöf áhættustýringar til stjórnar væri um margt ágæt, en benti sjóðnum á tiltekin atriði sem væru til þess fallin að bæta hana frekar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim