*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 20. október 2014 15:55

Fólk berskjaldað fyrir misnotkun á netinu

Bjarni Ármannsson segir notkun óprúttinna aðila á ljósmyndum af sér sýna hversu berskjaldað fólk er gagnvart slíku.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

„Nei, ég er ekki að selja eða kaupa bitcoin," segir Bjarni Ármannsson spurður að því hvort hann kannist við að ganga undir nafninu Dr. Heinrich Vollmer á netinu. Viðskiptablaðið greindi frá því að óprúttnir aðilar notuðust við ljósmyndir af Bjarna til að reyna að hafa fé af fólki á netinu.

Hann kveðst ekki hafa frétt af athæfinu áður. „Í sjálfu sér er ekki hægt að segja margt annað um þetta en hversu berskjaldaður maður er fyrir misnotkun á internetinu," segir Bjarni.

Hann telur ekki líklegt að hann geti aðhafst neitt í málinu en mun þó athuga hvort honum standi einhver úrræði til boða.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim