Ólafur Sörli Kristmundsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Northern Travel Holding hf. að því er kemur fram í tilkynningu. Ólafur Sörli hóf störf hjá FL Group í september árið 2005 sem forstöðumaður viðskiptagreininga og frá október 2005 sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá FL Travel Group. Ólafur Sörli hefur gengt starfi forstöðumanns á rekstarsviði hjá FL Group hf. frá byrjun árs 2006.


Ólafur Sörli er með meistarapróf (M.Sc.) í iðnaðarverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (DTU) frá árinu 1999. Hann starfaði fyrir Landsbanka Íslands á árunum 1999 til 2005, fyrst sem framkvæmdastjóri Landsbankans Framtaks og síðar sem ráðgjafi í Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans.


Northern Travel Holding er eignarhaldsfélag með megináherslu á flugfélög og annan ferðatengdan rekstur innan Skandinavíu og Evrópu. Markmið félagsins er að skapa og reka leiðandi fyrirtæki með sterka markaðsstöðu, þar sem sérstök áhersla er lögð á sveigjanlegt vöruframboð, hagkvæmni og flotta þjónustu.


Northern Travel Holding er í eigu Fons hf. (44%), FL Group hf. (34%) og Sund hf. (22%). Félagið var stofnað í janúar 2007 og er fjöldi starfsmanna 2.200. Flugvélafloti félaganna telur um 40 vélar og árlega flytja þau samtals rúmlega 7