Í Þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands kemur fram að 27% kjósenda hafi gert upp hug sinn á kjördag í kjöri á forseta Íslands árið 2016.

Í könnuninni sem framkvæmd var í júní 2016, voru þátttakendur meðal annars spurðir um þátttöku í forsetakosningum 2016 og viðhorf til frambjóðenda. Var könnunin byggð á rannsókn sem var gerð í kjölfar kjörs Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands fyrir 20 árum.

Kemur fram að könnunin náði til 1569 meðlima í „netpanel“ Félagsvísindastofnunar sem samanstendur af fólki eldra en 18 ára á landi öllu. Panellinn byggist á tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá.

Í könnuninni kom meðal annars fram að fleiri kusu Guðna Th. Jóhannesson, sem bjuggu á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en fylgi Guðna skipist nokkuð jafn þegar tekið var mið af kyni, aldri, búsetu, menntun og tekna. 65% af kjósendum Samfylkingarinnar sögðust hafa kosið Guðna, en einungis 25% af kjósendum Sjálfstæðisflokksins .

Heiðarleiki, hæfni í samskiptum við þjóðina og almenn framkoma

Stór hluti kjósenda eða um 27% gerðu ekki upp hug sinn fyrr en á kjördag. 20% gerðu upp hug sinn 1-4 dögum fyrir kosningar og 7%, 5-7 dögum fyrir kosningar.

Þegar spurt var að því hvað réði mestu um kosningu á frambjóðenda kom fram að flestir svöruðu því að þeim einfaldlega: „leist best á hann eða hana“, því svöruðu um 56% aðspurðra. 22% sögðu að hæfni hans eða hennar hafi skipt mestu máli.

Þeir þrír þættir sem höfðu mest mikilvægi í huga fólks varðandi þann frambjóðanda sem að aðilar kusu voru; heiðarleiki, hæfni í samskiptum við þjóðina og almenn framkoma. Fannst aðspurðum kynferði og stjórnmálaskoðanir forseta ekki mikilvægir áhrifaþættir.

Hægt er að rýna nánar í tölur úr könnuninni hér .