Sigurður Svavarsson útgáfustjóri Eddu-útgáfu hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu nú þegar líður að sameiningu almennrar bókaútgáfu Eddu og JPV útgáfu. Sigurður hefur verið samferða Máli og menningu og síðar Eddu - útgáfu í yfir 20 ár og gegnt þar lykilstörfum.


Hann stjórnaði lengi kennslubókadeild forlagsins, tók við framkvæmdastjórn MM 1995 og var einn af framkvæmdastjórum Eddu miðlunar og útgáfu en nú síðast aðalútgáfustjóri Eddu útgáfu hf.