Við erum að koma inn í nýtt hagkerfi þar sem sumt fólk sem leið vel í bóluhagkerfinu en stendur nú illa eftir gengishrunið verður að venja sig við önnur lífskjör, að sögn Gylfa Zoëga, prófessor við við hagfræðideild Háskóla Íslands sem jafnframt á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.

Gylfi sat fyrir svörum ásamt þeim Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Á fundinum var m.a. rætt um störf peningastefnunefndar, vaxtaákvarðanir nefndarinnar, gjaldeyrishöft og annað í þeim dúr.

Gylfi sagði laun almennt lág samanborið við atvinnuleysisbætur og taldi líkur á að það geti skýrt ástæðu þess að ekki séu hundruð umsækjenda um hvert starf þar sem atvinnuleysi sé mikið í sögulegu samhengi um þessar mundir.

Íslensk verðbréf - Morgunfundur
Íslensk verðbréf - Morgunfundur
© BIG (VB MYND/BIG)