*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 26. mars 2012 11:54

Fólk verður að venja sig við önnur lífskjör

Laun eru lág samanborið við atvinnuleysisbætur. Sumum leið vel í bóluhagkerfi en standa nú illa, að mati Gylfa Zoëga.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

Við erum að koma inn í nýtt hagkerfi þar sem sumt fólk sem leið vel í bóluhagkerfinu en stendur nú illa eftir gengishrunið verður að venja sig við önnur lífskjör, að sögn Gylfa Zoëga, prófessor við við hagfræðideild Háskóla Íslands sem jafnframt á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.

Gylfi sat fyrir svörum ásamt þeim Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðlabankastjóri á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Á fundinum var m.a. rætt um störf peningastefnunefndar, vaxtaákvarðanir nefndarinnar, gjaldeyrishöft og annað í þeim dúr.

Gylfi sagði laun almennt lág samanborið við atvinnuleysisbætur og taldi líkur á að það geti skýrt ástæðu þess að ekki séu hundruð umsækjenda um hvert starf þar sem atvinnuleysi sé mikið í sögulegu samhengi um þessar mundir. 

 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim