*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 2. júní 2018 14:05

FoodCo hagnast um yfir 100 milljónir

Hagnaður FoodCo dróst saman um ríflega helming milli ára en félagið seldi veitingar fyrir 3,5 milljarða í fyrra.

Snorri Páll Gunnarsson
Foodco rekur veitingastaði undir merkjum Eldsmiðjunnar, Saffran, American Style, Roadhouse, Pítunnar, Aktu taktu og Kaffivagnsins.
Haraldur Guðjónsson

FoodCo, sem á og rekur tuttugu veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu undir vörumerkjum Eldsmiðjunnar, Saffran, American Style, Roadhouse, Pítunnar, Aktu taktu og Kaffivagnsins, hagnaðist um 105 milljónir króna í fyrra. Það er yfir helmingi minni hagnaður en árið áður, þegar hann nam rúmlega 230 milljónum. Veitingastaðir FoodCo selja einkum skyndibita, svo sem hamborgara, pítsur, kjúklingarétti, steikur og pítur. 

Velta FoodCo nam 3,5 milljörðum í fyrra og dróst saman um rúmlega 10% milli ára, eða 422 milljónir. FoodCo seldi veitingastaðinn Greifann á Akureyri í lok árs 2016, en Greifinn veltir í kringum hálfum milljarði króna á ári.

Sala Greifans litar afkomuna

Jóhann Þórarinsson, forstjóri FoodCo, segir síðasta rekstrarár hafa verið ágætt og í takt við væntingar. Þó litist afkoman af sölu Greifans. „Leiðrétt fyrir áhrifum af sölu Greifans var veltan á síðasta ári svipuð og árið á undan,“ segir Jóhann.

Með fjölgun ferðamanna, auknum hagvexti og vaxandi ráðstöfunartekjum hefur velta á veitingastöðum FoodCo aukist ár frá ári síðan 2011. Rekstrarkostnaður FoodCo nam 3,3 milljörðum á síðasta ári og lækkaði um 6,6% milli ára. Launakostnaður nam 1,5 milljörðum og minnkaði um tæplega 52 milljónir milli ára. Jóhann segir lækkun kostnaðar einnig skýrast fyrst og fremst af sölu Greifans. Hlutfallslega hefur launakostnaður þó verið að hækka skarpt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: uppgjör foodco
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim