Alþjóðlega fjármálaritið Forbes ræðir við Höllu Tómasdóttur, fyrrum forsetaframbjóðanda og einn stofnanda Auður Capital í tilefni af alþjóðlega kvennadeginum í gær.

Þar er hún sögð einn þeirra leiðtoga sem eru að ryðja brautina í átt til sjálfbærrar framtíðar, sem sögð er leidd af konum.

Þar er haft eftir henni að með því að nýta gildi eins og tilfinningavisku í bland við hefðbundnar aðferðir sé hægt að ná fram skýrari ákvarðanatöku og niðurstöðum sem skipta máli til framtíðar.

Þar er henni meðal annars lýst sem lifandi broskalli trúverðugleika, en henni hafi tekist að leiða fyrirtæki sitt í gegnum fjármálakreppuna með því að byggja upp tilfinningaleg auðæfi í formi hreinskiptinna tjáskipta og gegnsæs áhættumats.

Í greininni fer hún yfir það með blaðamanni tímaritsins hver eru hennar helstu aðferðir við að ná samningum og hvernig bæði konur og karlar geti náð til hvers annar með því að nýta sjálfbær, trúverðug og femínísk gildi. Hér má lesa greinina í heild sinni.