*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Erlent 20. júní 2017 19:09

Ford færir framleiðslu til Kína

Ford hefur ákveðið að flytja framleiðslu á Ford Focus frá Mexíkó til Kína eftir þrýsting frá Donald Trump.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að flytja framleiðslu á Ford Focus bílum fyrirtækisins frá Michigan ríki í Bandaríkjunum til Kína. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Verksmiðjan í Michigan mun snúa sér að framleiðslu á flutningabílum og því munu engin störf tapast í Bandaríkjunum. 

Fyrr á árinu greindi fyrirtækið frá því að hætt hafi verið við byggingu verksmiðju undir framleiðslu á Ford Focus í Mexíkó sem átti að kosta um 1,6 milljarða dollara. Kom sú ákvörðun í kjölfarið á því að Trump hafði gagnrýnt Ford og General Motors fyrir að framleiða bíla í Mexíkó. Er talið að ákvörðunin um að flytja framleiðsluna til Kína í stað Mexíkó muni spara fyrirtækinu um 500 milljónir dollara. 

Framleiðsla í Kína mun hefjast árið 2019 en fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mikil framleiðsluaukning verður með tilkomu nýrrar verksmiðju.

Stikkorð: Mexíkó Kína Ford Donald Trump Kína
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim