Í dag hefst landsþing Demókrataflokksins, en formaður flokksins, Debbie Wasserman Schultz, sagði af sér í kjölfar uppljóstrana um að hún hefði notað embætti sitt til að hjálpa Hillary Clinton að ná kjöri.

Kom það fram í tölvupóstum sem var lekið að starfsmenn flokksins hefðu reynt að hindra framgang helsta keppinautar Clinton Bernie Sanders, en hann verður helsti ræðumaður þingsins í kvöld, upphafsdags landsþingsins. Eru væntingar um að hann muni styðja við bakið á Clinton í baráttunni um forsetaembættið í Cruz, en þó eru uppi áhyggjur af því hvað hann muni segja í ræðunni.

Landsþingið verður í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, hefst það í dag 25. júlí og verður það til 28. júlí.