Karl Axelssonm, formaður fjölmiðlanefndar, segir hagræðingahóp ríkisstjórnarinnar þekkja lítið til þess málaflokks sem fjölmiðlanefnd vinnur að. Í samtali við fréttavefinn Vísi segir hann hagræðingahópinn reyna að slá pólitískar keilur með hugmyndum um að leggja hópinn niður.

„Hugmyndin gengur að einhverju leyti að flytja verkefni til Póst- og fjarskiptastofnunar og að byggt verði á fyrri lagaramma og stjórnsýslu. Hvað í ósköpunum er verið að tala um. Lögin um fjölmiðlanefnd sem sett voru árið 2011 komu til vegna innleiðingar tilskipunar ESB um hljóð- og myndmiðlum. Hún kallaði á mjög auknar kröfur varðandi EES samningin um að gera ýmislegt í okkar stjórnsýslu. Það var meiginorsök nýrra og viðameiri laga,“ segir Karl Axelsson í samtali við Vísi.

„Ef það tekst að sýna fram á sparnað við að sameina ríkisstofnanir þá get ég ekki verið á móti því. Ég hef hinsvegar stórkostlegar efasemdir um að sá kostnaður sem er við fjölmiðlamálin í dag minki þó hann sé gerður hluti af Póst- og fjarskiptastofnun,“  segir Karl ennfremur.