*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Erlent 28. mars 2014 17:50

Forrit Microsoft vinsælt hjá Apple

Ný forrit eru vinsæl í netverslun Apple fyrsta kastið.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Skrifstofuhugbúnaðurinn Office frá Microsoft er vinsælasta smáforritið í iPad-spjaldtölvur frá Apple um þessar mundir. Hugbúnaðurinn, sem samanstendur af Word, Excel og PowerPoint, var fáanlegur í ITunes-netverslun Apple í gær. 

Bent er á það í umfjöllun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal að erfitt sé að spá fyrir um gengi hugbúnaðar Microsoft í netverslun Apple enda njóti ný forrit þar mikilla vinsælda fyrsta kastið. 

Stikkorð: iPad Word