*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 4. ágúst 2012 12:53

Forsætisráðherra Spánar spyr um skilyrði

Forsætisráðherra Spánar vill vita hvaða skilyrði munu fylgja aðstoð frá Seðlabanka Evrópu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Svo virðist sem markaðir séu að taka við sér aftur miðað við hlutabréfahækkanir síðasta sólarhring í Evrópu og í Bandaríkjunum.  

Hlutabréf á Spáni og Ítalíu hækkuðu um 6% eftir að forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, færði sig nær því að biðja um aðstoð frá Seðlabanka Evrópu en vildi að öll skilyrði myndu liggja fyrir.

Spánn hefur áður fengið samþykkt 100 milljarða króna lán frá Evrópusambandinu sem átti að hjálpa til við að vinna úr þeim slæmu fasteignalánum sem hafa safnast upp á Spáni. Þetta kemur fram á vef The Telegraph og Financial Times.

Stikkorð: Spánn Seðlabanki Evrópu Spánn