Í bréfi, sem embætti sérstaks saksóknara sendi Seðlabanka Íslands vegna niðurfellingar á Samherjamálinu, segir m.a. að rannsókn embættisins bendi til þess að Samherji hafi skilað til Íslands langstærstum hluta þess erlenda gjaldeyris sem barst inn á reikninga félagsins frá viðskiptavinum vegna vörusölu og að skýringar séu á því sem upp á vanti.

Í bréfinu, sem er 28 síður að lengd og skiptist í sjö kafla, segir einnig að kæra Seðlabankans hafi að hluta byggt á hugtökum um „raunverulega framkvæmdastjórn“, sem engin fordæmi liggi fyrir um beitingu á á sviði laga um gjaldeyrismál.

Einnig segir í bréfinu að í öðrum kafla kærunnar hafi verið byggt á því að brúttóhagnaði vegna uppgjörs afleiðusamninga bæri að skila til Íslands, en að sú forsenda verði að teljast „umdeilanleg og háð nokkrum vafa“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .