Hráolíuverð hefur lækkað umtalsvert síðustu daga. Það hækkaði stöðugt frá lok nóvember í fyrra fram til loka febrúar.

Verð á WTI olíu fór lægst í 49,79 Bandaríkjadali í gær, en fatið stendur nú í 49,41 dal. Fatið af Norðursjávarolíu kostar 52,36 dali.

WTI olían hefur lækkað um 10,82% frá áramótum og Norðursjávarolían hefur lækkað um 9,84%.

Bensínverð á Íslandi mun lækka

Forsendur eru fyrir lækkandi bensínverði hér á landi á næstunni vegna lægra olíuverðs og styrkingu krónunnar.

Krónan hefur styrkst um 3,4% gagnvart Bandaríkjadal og jafn mikið gagnvart evrunni en útlit er fyrir enn meiri styrkingu næstu mánuði.