Mánaðarlaun dómara við hinn nýja Landsrétt sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi verða í heildina 1.692.201 krónur. Inni í þeirri tölu eru grunnlaun upp á 1,25 milljón og föst yfirvinna fyrir rúmar 440 þúsund krónur á mánuði.

Þetta kemur fram í nýjum úrskurði Kjararáðs en þar koma einnig fram laun forseta og varaforseta réttarins, en forsetinn, Hervör Þorvaldsdóttir, tók til starfa 1. ágúst síðastliðinn. Varaforsetinn færi sömu föstu yfirvinnugreiðslu en grunnlaun hans verða 1.294.693 krónur, sem gerir að heildarlaun hans verða 1.735.051 krónur.

Mánaðarlaun forseta réttarins verða svo í heildina 1.817.693 krónur, en grunnlaunin eru 1,34 milljónir. Föst yfirvinna forsetans verður svo tæpar 479 þúsund krónur á mánuði, að því er fram kemur í úrskurði Kjararáðs.

Eftirtaldir skipa Landsrétt:

  • Aðalsteinn E. Jónasson hæstaréttarlögmaður
  • Arnfríður Einarsdóttir
  • Ásmundur Helgason
  • Davíð Þór Björgvinsson prófessor við lagadeild HÍ
  • Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari
  • Ingveldur Einarsdóttir settur hæstaréttardómari
  • Jóhannes Sigurðsson hæstaréttarlögmaður
  • Jón Finnbjörnsson
  • Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður
  • Oddný Mjöll Arnardóttir prófessor við lagadeild HÍ
  • Ragnheiður Bragadóttir
  • Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómari
  • Sigurður Tómas Magnússon prófessor við lagadeild HÍ
  • Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður
  • Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness