Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Kookmin-háskóla í Seúl í gær.

Ólafur flutti jafnframt fyrirlestur við tækifærið, og skrifaði undir samstarfssamning milli Kookmin-háskóla og Háskólans í Reykjavík.

Sérlega gat rektor háskólans framlags Ólafs til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða. Einnig snerti hann á frumkvæði forsetans í málefnum Norðurslóða.

Fyrirlestur Ólafs bar nafnið 'Iceland's Clean Energy Economy - Lessons for a Global Transformation'.