Sigurður Sigurðsson tekur við starfi forstjóra Jarðborana 1. janúar næstkomandi. Sigurður hefur verkfræðimenntun frá Háskóla Íslands og DTH í Kaupmannahöfn.

Sigurður hefur víðtæka stjórnunarreynslu í verktaka- og framleiðslustarfsemi. Hann hefur undanfarin tvö ár verið framkvæmdastjóri jarðgangafyrirtækisins Marti AS í Noregi.

Þá var Sigurður framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar um eins árs skeið og framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas hf á árunum 1993-2002. Sigurður er 54 ára gamall, kvæntur og á þrjár dætur.

Baldvin Þorsteinsson mun láta af störfum sem forstjóri Jarðborana hf. í byrjun næsta árs í samráði við stjórn og hluthafa.  Í kjölfar starfsloka mun Baldvin setjast í stjórn félagsins og taka við stjórnarformennsku.

Baldvin tók við forstjórastöðu Jarðborana í ársbyrjun 2013 og hefur stýrt félaginu í gegnum mikið öldurót og krefjandi tíma, að sögn tilkynningar stjórnar félagsins.