Jeff Bezos, forstjóri Amazon, hefur heitið því að beita sér fyrir frekari rannsóknum á yfirborði tunglsins í gegnum fyrirtæki sitt Blue Origin. Yrðu þessar rannsóknir partur af undirbúningsferli fyrir farþegaflutninga til tunglsins, en Blue Origin stefnir á að bjóða upp á ferðir til tunglsins fyrir ferðamenn á næsta ári. Að sögn Bezos verður ráðist í þetta verkefni hvort sem ríkisstjórn Bandaríkjanna veiti verkefninu fjárhagslegan stuðning eða ekki.

Bezos telur þetta verkefni vera nauðsynlegt þar sem að komandi kynslóðir munu ekki geta komist af á jörðinni án þess að dreifa sér niður á aðra hluta sólkerfisins. Bezos hefur tekið upp á því að selja árlega um það bil 1 milljarð af hlutabréfum sínum í Amazon til að fjárfesta í Blue Origin og því nokkuð ljóst að þetta verkefni er honum verulegu hugfangið.

Farþegaflutningar til tunglsins er partur af metnaðarfullum áformum Bezos sem miða að því að komandi kynslóðir gætu hafið líf á Mars. Frá þessu er sagt á vef WSJ .