Fatahönnuðurinn Christopher Bailey, sem tók við forstjórastarfinu af Angela Ahrendts í byrjun mánaðar fær hlutabréf í fyrirtækinu og kaupauka fyrir að taka verkið að sér. Gulrótin er ágæt en virði hlutabréfanna nemur 7,6 milljónum punda. Það svarar til um rúmra 1,7 milljarða íslenskra króna og hljóðar kaupaukinn upp á 8,1 milljón punda, jafnvirði 1,5 milljarða íslenskra króna.

Kjör Baileys eru talsvert betri en Ahrendt var með. Fram kemur í umfjöllun breska dagblaðsins Guardian að hún hafi fengið greiddan bílakostnað upp á 387 þúsund pund á ári eða sem nemur 73 milljónum króna.

Stutt er síðan Ahrendts hætti hjá Burberry en hún tók nýverið við starfi forstöðumanns smásöluhluta Apple.