*

föstudagur, 24. maí 2019
Innlent 17. apríl 2019 21:39

Forstjóri Isavia hættir

Björn Óli Hauksson hefur sagt upp og Orri Hauksson stjórnarformaður segir að stjórnin virði ákvörðunina.

Ritstjórn
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Haraldur Guðjónsson

Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, hef­ur sagt starfi sínu lausu og lætur nú þegar af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

„Nú hef ég starfað hjá Isavia í meira en tíu ár og hefur þessi tími verið viðburðaríkur og skemmtilegur," er haft eftir Birni Óla í fréttatikynningu. „Ég hef fengið að taka þátt í uppbyggingu á Isavia sem hefur verið einstakt. Einnig hef ég fengið tækifæri til að vinna með frábæru starfsfólki í umhverfi þar sem áskoranir eru og hafa verið miklar. Ég er þakklátur fyrir það hversu vel hefur tekist til og nú er að hefjast enn einn kaflinn í sögu Isavia. Í því ljósi tel ég að nú sé góður tími fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu.”

Í tilkynningunni kemur fram að Orri Hauksson, stjórn­ar­formaður Isavia, vilji fyrir hönd stjórnar þakk­a Birni Óla fyr­ir starf sitt fyrir félagið um langt skeið.  Stjórnin virði ákvörðun hans um að nú sé góður tíma­punkt­ur til að láta af störf­um.

Isavia mun þegar hefjast handa við að finna nýjan forstjóra. Fram að því munu Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, og Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, annast daglegan rekstur félagsins.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim