*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Erlent 25. janúar 2014 12:53

Forstjóri JP Morgan fær 2,3 milljarða í laun

Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, fær 74% launahækkun. Hlutabréf í bankanum hækkuðu mikið á síðasta ári en bankinn greiddi líka háar sektir.

Ritstjórn

Heildartekjur Jamie Dimon, forstjóra JP Morgan bankans í Bandaríkjunum, fékk 20 milljónir dollara í laun á síðasta ári eða 2,3 milljarða króna. Þetta jafngildir 74 prósenta hækkun frá árinu 2012 þegar launin voru 11,5 milljónir dollara, eða rúmur 1,3 milljarður króna.

Hlutabréf í bankanum hækkuðu um 33% síðasta ári en það var samt engin lognmolla í kringum JP Morgan í fyrra.  Bankinn greiddi háar sektir, meðal annars fyrir að hafa tekið þátt í að blekkja fjárfesta í húsnæðisbólunni, sem olli fjármálakrísunni víða um heim. Einnig fyrir að hafa látið hjá líða að vara vð sjórfelldum svikum Bernards Madoff.

JP Morgan greiddi í heildina um 20 milljarða dollara í sektir en það jafngildir 2.300 milljörðum íslendkra króna. Það að er nánast eins og laun Dimon hafi einmitt tekið mið af þessu því 20 milljónir er nákvæmlega 1% af sektarupphæðinni.