Hagnaður danska leikfanga- og kubbaframleiðandans Lego nam 6,12 milljörðum danskra króna, jafnvirði 127 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er 9% aukning frá árinu 2012. Tekjur námu 25,38 milljörðum króna á árinu og var það 10% aukning á milli ára. Þetta er talsvert betri afkoma en hjá leikfangarisanum Mattel en tekjur fyrirtækisins námu rétt rúmum 4 milljörðum dala á síðasta ári. Það svarar til tæpra 22 milljarða danskra króna.

Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir Jörgen Vig Knudstorp, forstjóra Lego, að tekjur fyrirtækisins hafi rúmlega fjórfaldast á innan við tíu árum. Knudstorp settist í forstjórastól Lego í kjölfar tapreksturs fyrirtækisins árið 2003. Undir hans stjórn hafa fjölmargir kvikmyndatengd kubbasett litið dagsins ljós, s.s. tengd Star Wars, Harry Potter og Svampi Sveinssyni.