Forstjóri PepsiCo Indra Nooyi mun láta af störfum hjá PepsiCo eftir tólf ár í starfi. Þetta kemur fram í frétt Financial Times . Fyrirtækið er næststærsta matvælafyrirtæki í heimi og framleiðir meðal annars Pepsi, Mountain Dew, Doritos og 7Up.

Í tilkynningu sem hún sendir frá sér segir hún að fyrirtækið hafi verið hluti af lífi hennar í aldarfjórðung og muni það alltaf eiga stað í hjarta hennar.

Sá sem mun taka við af Nooyi heitir Ramon Lagurta en hann hefur starfað hjá PepsiCo í um 22 ár og mun taka við í október. Í sögu fyrirtækisins hafa allir forstjórar þess verið ráðnir innanhúss en Lagurta mun verða sá sjötti í röðinni til að taka við.