*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 30. ágúst 2018 17:38

Forstjóri Sýnar kaupir hlutabréf

Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, keypti nú síðdegis hlutabréf í félaginu fyrir 2,5 milljónir og á nú samtals 12 milljónir.

Ritstjórn
Stefán Sigurðsson, forstjóri Sýnar, á nú um 12 milljónir króna í Sýn.
Haraldur Guðjónsson

Forstjóri Sýnar, Stefán Sigurðsson, keypti nú síðdegis tæpa 42 þúsund hluti í félaginu á genginu 60,7 krónur á hlut, á samtals rúmar 2 og hálfa milljón.

Heildareign Stefáns er nú tæpir 200 þúsund hlutir, og markaðsvirði þeirra tæpar 12 milljónir króna.

Sýn birti árshlutareikning annars ársfjórðungs í gær, þar sem fram kom meðal annars að félagið tapaði 4 milljónum á fjórðungnum, en í desember á síðasta ári keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla.

Það sem af er degi hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 4,26% í rúmlega 80 milljón króna viðskiptum, og hefur ekki verið lægra í tæpt ár.

Stikkorð: Stefán Sigurðsson Sýn