*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 24. júní 2011 12:44

Forstjórinn eignast meirihluta í Toyota

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, og Kristján Þorbergsson hafa eignast 60% í Toytoa á Íslandi. Landsbankinn heldur eftir 40%.

Ritstjórn

Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota Íslandi, og Kristján Þorbergsson, framkvæmdastjóri fjármálsviðs fyrirtækisins, hafa eignast 60% hlut í fyrirtækinu. Kaupin voru gerð með samþykki Landsbankans og Toyota Motor Europe (TME) sem er drefingaraðili Toytoa  í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbankanum.

Þá mun Landsbankinn halda eftir 40% hlut í fyrirtækinu. Landsbankinn mun þó ekki koma að daglegum rekstri félagsins. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Samþykki TME, sem ákveður hver fer með umboð í hverju landi, byggist á góðri samvinnu við Úlfar Steindórsson og Kristján Þorbergsson og því að þeir munu áfram stýra rekstri og stefnu félagsins.

Stikkorð: Toyota
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim