*

fimmtudagur, 17. janúar 2019
Innlent 28. ágúst 2018 15:22

Forstjórinn kaupir einnig í VÍS

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, keypti hluti í félaginu í dag fyrir rétt tæpar 5 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, keypti hluti í félaginu í dag fyrir rétt tæpar 5 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar.

Helgi keypti 445 þúsund hluti á genginu 11,2 og á samtals 842.533 hluti í félaginu eftir þessi viðskipti.

Helgi bætist þar með í hóp fleiri innherja sem keypt hafa hluti í VÍS í dag. Stjórnarformaðurinn Helga Hlín Hákonardóttir og stjórnarmaðurinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa líkt og Helgi fest kaup á hlutabréfum í VÍS í dag. Alls hafa þessir þrír innherjar keypt hluti fyrir tæpar 54 milljónir króna í dag. 

Stikkorð: VÍS