*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 28. ágúst 2018 15:22

Forstjórinn kaupir einnig í VÍS

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, keypti hluti í félaginu í dag fyrir rétt tæpar 5 milljónir króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, keypti hluti í félaginu í dag fyrir rétt tæpar 5 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu VÍS til Kauphallar.

Helgi keypti 445 þúsund hluti á genginu 11,2 og á samtals 842.533 hluti í félaginu eftir þessi viðskipti.

Helgi bætist þar með í hóp fleiri innherja sem keypt hafa hluti í VÍS í dag. Stjórnarformaðurinn Helga Hlín Hákonardóttir og stjórnarmaðurinn Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafa líkt og Helgi fest kaup á hlutabréfum í VÍS í dag. Alls hafa þessir þrír innherjar keypt hluti fyrir tæpar 54 milljónir króna í dag. 

Stikkorð: VÍS
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim