*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Sjónvarp 23. ágúst 2013 15:31

Forstjórinn og hjúkrunar­fræðingur­inn hlaupa

Á morgun verður Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka haldið í 30. skipti. Margir hlauparar hlaupa þá til góðs.

Edda Hermannsdóttir
Hleð spilara...

Fjölmargir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa að undanförnu safnað áheitum til að styrktar góðgerðarfélögum. Björn Zoëga , forstjóri Landspítalans, hleypur 10 kílómetra til styrktar rjóðrinu. Í dag hafði Björn þegar safnað rúmum 200 þúsund krónum.

Halldóra Friðgerður Víðsdóttir, hjúkrunafræðingur á Landspítalanum, hleypur einnig á morgun 10 kílómetra. Halldóra hefur safnað rúmum 400 þúsund krónum til styrktar Krafti.