*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 4. júlí 2018 09:45

Forstöðumenn hjá ríkinu fá 10,8% hækkun

Úrskurður frá kjararáði þess efnis að 48 forstöðumenn ríkisstofnanna munu fá um 10,8% launahækkun var birtur í gær.

Ritstjórn
Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs.
Haraldur Guðjónsson

Úrskurður frá kjararáði þess efnis að 48 forstöðumenn ríkisstofnanna munu fá um 10,8% launahækkun var birtur í gær. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Úrskurðurinn var dagsettur þann 14. júní en þann 11. júní samþykkti Alþingi lög varðandi það að ráðið verði lagt niður. Lögin tóku gildi nú um mánaðarmótin. 

Úrskurðurinn kveður á um að laun forstöðumannanna muni hækka mismikið en þegar hækkunin hefur gengið í gegn munu 13 af þeim 48 hafa meira en milljón á mánuði í föst mánaðarlaun. 

Launahæstur er forstjóri Landsspítalans með 1,29 milljónir á mánuði en næsthæstu launin hefur rektor HÍ með 1,25 milljónir.

Stikkorð: Kjararáð
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim