Fossar markaðir skiluðu 272 milljóna króna hagnaði árið 2017. En árið á undan nam hagnaðurinn 191 milljón króna. Eignir Fossa í ársslok 2017 námu 578 milljónum króna og var eiginfjárhlutfallið 31%. Hjá fyrirtækinu starfa nú 13 starfsmenn.

"Þetta endurspeglar í rauninni aukin umsvif í starfsemi félagsins." segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa.

"Verkefnin hafa verið að breytast og við erum í auknum mæli að fást við verkefni sem eru með ráðgjafaívafi." bætir hann við en Fossar byrjuðu með fyrirtækjaráðgjöf í maí síðastliðnum líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá.

"Við höfum líka lengi verið leiðandi í viðskiptum við erlenda aðila. Umsvif félagsins hafa aukist jafn og þétt síðan félagið var stofnað árið 2015. Það er ekkert eitt ákveðið sem útskýrir þennan hagnað. En verkefnum hjá okkur hefur fjölgað og starfsfólki einnig. Annars á ég von á því að það verði eðlilegur vöxtur hjá félaginu á þessu ári." segir hann að lokum.