*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 29. október 2017 18:42

Frá Washington í Kópavoginn

Gunnar Sveinn Magnússon hefur ráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka.

Höskuldur Marselíusarson
Haraldur Guðjónsson

Það er spennandi að koma heim núna á tímum mikils vaxtar í þjóðfélaginu, en það sem mér finnst sérstaklega jákvætt er að fólk er aðeins með bremsuna á, því það vill ekki sjá allt keyrt í botn eins og gert var árið 2008,“ segir Gunnar Sveinn Magnússon sem minnist þess sem gerðist í kjölfarið eins og þjóðin öll, en hann er nýráðinn fjárfestatengill Íslandsbanka. 

„Ég er búinn að vera í burtu ein níu ár eða svo en maður hefur alltaf haft annað augað heima á Íslandi og fylgst vel með. Hjá Íslandsbanka nýtist vonandi reynsla mín erlendis frá, en þar mun ég vinna innan fjárstýringar og sjá um kynningar á bankanum fyrir fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, auk þess að vinna að ýmsu tengdu framsetningu á efni fyrir bankann, þar með talið árskýrsluna, auk stefnu hans, sögu og markmið.“

Gunnar flutti upphaflega út þegar hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna á knattspyrnustyrk. „Þetta var frægur körfuboltaskóli í Bandaríkjunum en á þeim tíma vorum við ágætir líka í fótbolta. Ég spilaði í gamla daga með Fram og Víking og unglingalandsliðum,“ segir Gunnar en í Bandaríkjunum lærði hann alþjóðasamskipti sem leiddi síð­ ar til þess að hann fór í lærlingsstöðu hjá Fastanefnd Íslands við Evrópuráðið í Strassborg.

„Þá var utanríkisráðuneytið ný­ byrjað að ráða til sín starfsnema sem komu til þeirra í einn vetur, og var það ágætisreynsla og átti ég þar góðan vetur. Þá fékk ég einnig áhuga á pólitíkinni þegar ég fékk inni í London School of Economics og fór ég í nám sem er blanda af hagfræði og stjórnmálafræði. Það finnst mér mjög áhugavert því engar stórar stjórnmálalegar ákvarðanir eru teknar án þess að þær hafi hagfræðileg áhrif.“

Gunnar Sveinn er að flytja heim þessa dagana en síðustu ár hefur hann starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en kona hans, Inga Hrönn Kristjánsdóttir jógakennari, og synir þeirra þrír komu í sumar og settust að í Kópavogi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta gerst áskrifendur hér.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim