*

miðvikudagur, 24. apríl 2019
Innlent 21. júlí 2018 19:03

Fræðandi og áhugaverð upplifun

Landsvirkjun stendur fyrir tveimur sýningum sem fræða gesti um það hvernig jarðvarmi, vatn og vindur er nýttur til framleiðslu á rafmagni.

Ritstjórn
Sýningin við Ljósafossstöð er afar vinsæl en í fyrra komu rúmlega 19 þúsund gestir á sýninguna.
Aðsend mynd

„Við hjá Landsvirkjun bjóðum upp á  tvær  gestastofur. Önnur  er orkusýning við Ljósafossstöð en sú sýning nefnist Orka til framtíðar og  fræðir  gesti um hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi. Hin sýningin er við Kröflu í Mývatnssveit og snýr aðallega að jarðvarma,“ segir Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir, verkefnastjóri gestastofanna hjá Landsvirkjun. Hún bætir við að það sé mikil aðsókn á sýningarnar. 

„Í fyrra komu rúmlega 19 þúsund gestir á sýninguna í Ljósafossi, við reynum að stýra fjöldanum sem kemur á sýninguna þannig að upplifun hvers og eins hóps verði sem best.“

Gagnvirk upplifun

Kröflusýningin samanstendur af veggspjöldum og myndum með ýmiss konar fróðleik um jarðvarma. En á sýningunni í Ljósafossstöð eru aftur á móti ýmis tæki sem gestir geta prófað og þar með fræðst um orkuna í gegnum gagnvirka upplifun.

„Það eru mörg tæki á sýningunni sem eru sérlega skemmtileg en þessi tvö helstu eru vindmyllukeppnin og lónsdælan,“ segir Guðrún

„Vindmyllukeppnin  er leikur sem snýst um að fanga sem mestan vind. Leikurinn snýst um að snúa vindmyllunum í rétta átt. Síðan vinnur sá sem nær sem mestum vind til sín. Það skapast afar skemmtileg stemning við þennan leik.“

Lónsdælan snýst síðan um að dæla sem mestu vatni í lón. Sýningargestir dæla í lónið og þegar og þegar þeir hafa klárað dælinguna  þá  sýnir skjár hversu mikil orka myndaðist á þeim tíma. Hann sýnir líka hversu lengi er unnt að nota borvél, hitaketil eða Playstation tölvu fyrir sama magn af orku.

Fjölbreytt og fræðandi

Að sögn Guðrúnar er sýningin í Ljósafossstöð fyrir fólk á öllum aldri. „Sýningin er hönnuð með börn í huga en hún er fyrir alla og allir geta haft gaman af henni. Það er til dæmis afar gaman að fara með eldra fólki á sýninguna og horfa á þau prófa tækin og upplifa þessa mögnuðu stemningu,“ segir Guðrún. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim