Hagrannsóknir og ráðgjöf ehf. hagnaðist um 119 þúsund árið 2010 og greiddi félagið arð að upphæð tæplega 540 þúsund krónur. 45% hlutur í Hagrannsóknum og ráðgjöf ehf. er í eigu Ragnars Árnasonar hagfræðiprófessors, 45% hlutur í eigu Axels Hall lektors og 10% hlutur í eigu Sveins Agnarssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar.

Árið 2009 var hagnaður Hagrannsókna og ráðgjafar tæpar fjórar milljónir króna. Eigið fé félagsins nemur 1,6 milljónum króna.