*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 26. september 2016 16:15

Framboð Davíðs kostaði 27,7 milljónir

Framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands kostaði 27,7 milljónir. Framboð Höllu Tómasdóttur kostaði hins vegar 8,9 milljónir.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Framboð Davíðs Oddssonar til forseta Íslands kostaði 27,7 milljónir króna. Þetta kemur fram í útdrátt úr uppgjöri Davíðs Oddssonar vegna þátttöku í kjöri til forseta íslands sem birt er á vef Ríkisendurskoðunar.

Framlög lögaðila til Davíðs námu um 8,2 milljónir en framlög einstaklinga námu hins vegar rúmri 8,1 milljón króna.

Kostnaður við framboð Höllu Tómasdóttur má einnig finna á vef Ríkisendurskoðunar, en það kostaði tæplega 8,9 milljónir íslenskra króna. Framlög lögaðila námu þar 3,7 milljónum - en framlög einstaklinga námu 3,1 milljón.

Áður hefur verið fjallað um það á vef Viðskiptablaðsins að forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands hafi kostað 25 milljónir króna í heildina.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim