Í úrdrætti Ríkisendurskoðunar úr uppgjöri um framboð Guðna Th. Jóhannessonar, sitjandi forseta Íslands, kemur fram að það hafi kostað rúmlega 25 milljónir króna.

Tekjur af framboðinu námu um 26 milljónir. Þar af voru framlög fyrirtækja tæplega 11 milljónir og framlög einstaklinga um 13 milljónir. Guðni sjálfur eyddi tæplega 1,2 milljónum í framboðið.

Nokkur fyrirtæki gáfu Guðna hámarksframlag, sem er 400 þúsund krónur. Þar á meðal eru; Alvogen, Artic Green Energy Geothermal, Atlantsolía, Samskip, TM, Ursus, Varðberg, Wow air ásamt öðrum.

Framlög fengin frá 860 einstaklingum námu samtals rúmlega 10 milljónum, en þeir sem greiddu yfir 250 þúsund voru 8 talsins.

Tekjur af varning nam um eina milljón króna.