Thomas Piketty seldi ríflega 2 milljón eintök af bók sinni Capital in the 21st Century.

Samkvæmt rannsókn Jordan Ellenberg, stærðfræði prófessors við University of Wisconsin, fyrir Wall Street Journal virðast fæstir lesendur þó ná lengra en blaðsíðu 26.

Fyrir þá sem nenna ekki að lesa bókina má draga meginmál hennar saman í eina setningu: Skipting auðs hefur ekki verið eins ójöfn og um þessar mundir síðan í fyrra heimsstyrjöld og gæti þessi skipting verið ósjálfbær í framtíðinni.

Samkvæmt BloombergBusinessweek er þó framhald á leiðinni, en franski hagfræðingurinn ætlar sér þar að skrifa meira um samband kapítalismans og ójafnaðar.

Bókin var gagnrýnd harðlega fyrir talnaleikfimi af hagfræðingum, fjölmiðlum á borð við Financial Times og hinum ýmsu hugveitum.