Framhald stjórnarmyndunarviðræðna Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar ræðst í kvöld eða í fyrramálið. Klukkan 19:30 hófst fundur forystumanna flokkanna fimm. Í kjölfarið funda formennirnir með þingflokkum sínum.

Því skýrist það líklega hvort að flokkarnir haldi áfram og fari í formlegar viðræður, eftir óformlegar viðræður þeirra síðustu daga. Birgitta Jónsdóttir, þingsflokksformaður Pírata sagði í viðtali við fréttastofu í RÚV í morgun að niðurstaða myndi liggja fyrir í kvöld eða í síðasta lagi á morgun. Í dag hafa sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verið í brennidepli.

Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy, þingmenn Pírata, voru nokkuð bjartsýn um framhaldið, en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, hefur ekki viljað lýsa yfir sama bjartsýni og þingmenn Pírata.