*

laugardagur, 25. maí 2019
Innlent 14. nóvember 2018 13:44

Framkoma Seðlabankans „ógeðfelld“

Samherji segir Seðlabankann halda áfram að dylgja um starfsmenn fyrirtækisins eftir að hafa tapað gegn því í Hæstarétti.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Aðsend mynd

Samherji segir að framkoma Seðlabankans gagnvart fyrirtækinu sé í senn sorgleg og ógeðfelld í yfirlýsingu á vef fyrirtækisins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Seðlabankinn birti samantekt um málið í gær. Samherji segir að þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið sýknað af kröfum Seðlabankans í Hæstarétti Íslands og sérstakur saksóknari hafði tekið sérstaklega fram að félagið hafi skilað gjaldeyri af kostgæfni, haldi Seðlabankinn áfram að dylgja um að starfsmenn Samherja séu samt sekir og hafi sloppið.

Seðlabankinn hafi verið gerður afturreka með allan sinn málatilbúnað. Rökstuddur grunur bankans í upphafi hafi byggt á röngum útreikningum. Þá bendir Samherji á að Seðlabankinn hafi tekið virkan þátt í lagasetningum um gjaldeyrismál frá á árinu 2008 sem og öllum síðari lagabreytingum sem hann nú kenni Alþingi um. Í samantekt Seðlabankans sagði að ekki hafi komið í ljós fyrr en við rannsókn Samherjamálsins að heimildir hafi skort í til að láta fyrirtæki bera refsiábyrgð fyrir brot á gjaldeyrislögum, sem og að undirskrift ráðherra hafi vantað á reglur um gjaldeyrismál frá því í desember 2008.

Skattrannsóknarstjóri hafi skoðaði málið út frá skattalögum og ekki talið tilefni til að aðhafast, frekar en sérstakur saksóknari. „Tilraunastarfsemi Seðlabankans með seðlabankastjóra og yfirlögfræðing bankans í fararbroddi á sér enga hliðstæðu og á ekkert skylt við jafnræði, meðalhóf eða aðrar meginreglur stjórnsýsluréttar," segir í yfirlýsingunni.

Samherji hefur boðið Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til að kynna henni málið. „Er það von okkar að eftirlitsaðilar bankans, bankaráð og ráðherra skoði málið í heild sinni og framferði Seðlabankans undanfarin ár gagnvart lögaðilum og einstaklingum. Seðlabanki Íslands þarf að breyta verklagi og beita valdi sínu af virðingu og ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu Samherja. 

Katrín hefur kallað eftir greinargerð frá bankaráði Seðlabankans fyrir 8 desember. 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim