Nöfn fram­kvæmda­stjóra tveggja ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða er að finna í Pana­maskjöl­un­um, eins og kom fram í Kast­ljósi í gær. Þeir til­kynntu stjórn­um sjóðanna ekki um af­l­ands­fé­lög sem þeim tengd­ust. Kári Arn­ór Kára­son hefur nú þegar sagt af sér sem fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs. Hinn er Kristján Örn Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Kári Arnór greindi frá afsögn sinni og sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn var. Þar kvaðst hann hafa fengið hringingu frá Kastljós vegna þess að nafn hans tengdist tveimur félögum í Panamaskjölunum. Annars vegar var um að ræða félag sem Kaupþing stofnaði í Lúxemborg árið 1999. Þá sagði hann MP banka hafa stofnað hitt félagið fyrir sína hönd árið 2004. Kári sagði í yfirlýsingu að hann hafi aldrei lagt neina fjármuni inn á fyrra félagið og að hitt félagið hafi aldrei verið notað.

Lét stjórn lífeyrissjóðsins ekki vita

Þor­björn Guðmunds­son, vara­formaður stjórn­ar Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðsins, sagði í gær­kvöldi í sam­tali við Morg­un­blaðið að stjórn­inni hefði ekki gef­ist tæki­færi til að ræða málið við Kristján Örn. Kristján lét stjórn lífeyrissjóðsins ekki vita af tveimur aflandsfélögum sem hann var skráður fyrir.

Stjórn­ar­fund­ur verður hjá Sam­einaða líf­eyr­is­sjóðnum á morg­un og einnig árs­fund­ur. Þor­björn sagði að stjórn­in myndi vænt­an­lega óska eft­ir skýr­ing­um frá fram­kvæmda­stjór­ann á stjórn­ar­fund­in­um. Hann kvaðst ekki hafa hug­mynd um hver niðurstaða þess sam­tals yrði. Þor­björn kvaðst aðspurður telja ljóst að ein­hver umræða yrði um málið á árs­fund­in­um og að sjóðsfé­lag­ar myndu vilja fá skýr­ing­ar.