*

föstudagur, 20. október 2017
Erlent 6. júlí 2012 10:36

Framkvæmdastjóri AGS hefur áhyggur af efnahagshorfum

Christine Lagarde segir ekki útilokað að hagvöxtur verði minni á heimsvísu en gert var ráð fyrir í vor.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir ekki útilokað að hagspá sjóðsins um horfur í heimshagkerfinu á árinu verði endurskoðaðar þar sem fjárfestingar hafi verið minni en gert hafi verið ráð fyrir, atvinnuleysi meira og framleiðni undir áætlunum víðast hvar.

Í vorspá sjóðsins sem birt var í apríl var gert ráð fyrir að meðaltali 3,5% hagvexti á heimsvísu. Lagarde sagði í erindi sem hún hélt í Japan í dag spá sjóðsins ráðast af viðbrögðum ráðamanna helstu þjóða heims við vísbendingum um samdrátt í heimshagkerfinu.

Lagarde vísaði m.a. til þess að Evrópski seðlabankinn og Kínverjar hafi lækkað stýrivexti í gær til að slá á kreppumerki og halda efnahag þeirra á floti. Þá greip Englandsbanki sömuleiðis til aðgerða með kaupum á skuldabréfum banka og fjármálafyrirtækja og er búist við að bandaríski seðlabankinn geri eitthvað á svipuðum nótum.

Lagarde benti sömuleiðis á að hægt hafi á hagvexti í nýmarkaðsríkjunum svokölluðu, þ.e. Brasilíu, Kína, Indlandi og Rússlandi. Nú sé svo komið að þessi lönd, sem hafi haldið uppi hagvexti á heimsvísu í kreppunni, muni eitt fimmtungshlut í heimsbúskapnum á þessu ári.