*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 4. september 2017 15:56

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins hætt

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, kveðst stolt yfir þeim árangri sem hún hafi náð hjá fyrirtækinu.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, er hætt hjá fyrirtækinu. Þetta staðfestir hún í samtali við Viðskiptablaðið, en í frétt Vísis um málið kemur fram að henni hafi verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þar er haft eftir Grím Sæmundsen, forstjóra og eins stærsta hluthafa Bláa lónsins, að uppsögnin sé hluti af endurskipulagningu fyrirtækisins og að þrír aðrir starfsmenn verði látnir fara. 

Dagný segir í samtali við Viðskiptablaðið að nú sé komið að tímamótum. „Að baki eru 10 frábær ár hjá félaginu. Ég er gríðarlega stolt af þeim árangri sem ég hef náð hér,“ segir Dagný. 

Líkt og Viðskiptablaðið hefur áður greint ítarlega frá hefur afkoma Bláa lónsins á síðustu árum verið ævintýralega góð. Bláa lónið hagnaðist um tæpar 23,5 milljónir evra í fyrra og jókst hagnaður félagsins um 48% á milli ára. Á aðalfundi félagsins var samþykkt að greiða hluthöfum 13 milljónir evra, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, í arð. 

Bláa lónið hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár í takt við aukinn fjölda ferðamanna, enda kemur nánast hver einasti ferðamaður sem heimsækir Ísland við í lóninu ár hvert. Hagnaður fyrirtækisins var 8,3 milljónir evra árið 2013 og hefur því tæplega þrefaldast á þremur árum. Árið 2013 voru rekstrartekjur 31,8 milljónir evra og þær hafa því hækkað um 140% á þremur árum í evrum talið.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim