*

föstudagur, 22. september 2017
Innlent 11. júlí 2012 14:01

Framkvæmdastjórinn kaupir Keahótel

Páll L. Sigurjónsson fer fyrir hópi fjárfesta sem hafa gengið frá kaupum á Keahótelum. Páll átti áður 20% í fyrirtækinu.

Bjarni Ólafsson
Hótel Borg er meðal eigna Keahótela.
Axel Jón Fjeldsted

Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela fer fyrir hópi fjárfesta sem gengið hefur frá samningi um kaup á fyrirtækinu. Keahótel hafa verið í 100% eigu félagsins Hvannir ehf., sem Páll á 20% hlut í. Keahótel á hótelin Hótel Kea, Hótel Norðurland, Hótel Gígur, Hótel Björk og Hótel Borg. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er nýbúið að ganga frá samningum um kaupin, en kaupverð liggur ekki fyrir. Páll sagði í samtali við Viðskiptablaðið að von væri á tilkynningu vegna kaupanna, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.