*

sunnudagur, 20. janúar 2019
Innlent 20. maí 2016 08:32

Framkvæmdir við lúxushótel hefjast

Framkvæmdir við fimm stjörnu hótelið sem mun rísa við hlið Hörpu eru hafnar eftir margra ára hlé.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framkvæmdir við fimm stjörnu hótelið sem mun rísa við hlið Hörpu eru loksins hafnar eftir margra ára hlé. Áætlað er að framkvæmdin taki um tvö ár. 

Á fréttavefnum vísir.is er rifjað upp að gengið hefur verið frá samkomulagi við bandaríska hótelfjárfestinn Carpenter and Company um byggingu hótelsins. Fyrirtækið fer fyrir fjárfestingunni en fleiri munu þó koma þar að.

Hótelið mun starfa undir merkjum Marriot og verður eitt fárra undir nýju „Edition“ vörumerki lúxushótela keðjunnar.

Áætlað er að byggingin komi til með að kosta um 130 milljónir dollara eða um 16 milljarða íslenskra króna. Enn sem komið eru Carpenter and Company og Eggert Dagbjartsson einu hluthafar byggingarinnar.

Stikkorð: Harpan Marriot Edition