Áætlað er að fyrirhugaðar álversframkvæmdir við Helguvík og Straumsvík og tengdar orkuöflunarframkvæmdir nemi um 400 milljörðum króna á nafnvirði á tímabilinu 2008-2015 og er þá miðað við að meðalgengi Bandaríkjadals á tímabilinu verði 105 kr. eða nokkru lægra en núverandi gengi.

Þetta er um 2,9% af áætlaðri landsframleiðslu tímabilsins.

Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra um heimild til samninga um álver í Straumsvík.

Það er Efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins sem vann svokallaða stóriðjufráviksspá fyrir iðnaðarráðuneytið í ársbyrjun 2009 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við álver í Helguvík og mögulegrar stækkunar álversins í Straumsvík.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .